Sandgerði: Lokun bræðslunnar eins og þruma úr heiðskíru lofti
Framtíð fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Sandgerði mun ráðast á stjórnarfundi í fyrirtækinu sem hófst nú eftir hádegið. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um uppsagnir í gær og á Bylgjunni í hádeginu var sagt að þær hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir starfsmenn verksmiðjunnar og bæjaryfirvöld í Sandgerði.Komið hefur fram að ráðist hefði verið í miklar framkvæmdir við höfnina í Sandgerði fyrir nokkru í því augnamiði að stærri skip gætu landað afla til bræðslunnar. Þá er skammt síðan bræðslan var endurbyggð að stórum hluta en þær framkvæmdir kostuðu um 400 milljónir króna.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar vildi ekki staðfesta nú rétt fyrir hádegið að loka ætti verksmiðjunni fyrir fullt og allt og sagðist ekkert geta sagt um það fyrr en að loknum stjórnarfundi sem haldinn verður eftir hádegið. Frá þessu var greint í Auðlindinni í Ríkisútvarpinu. Fimm fastir starfsmenn hafa verið við fiskimjölsverksmiðjuna í Sandgerði og 12-13 yfir loðnuvertíð í um eins til tveggja mánaða tíma ár hvert.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, sagði við RÚV að eftir samruna SR-Mjöls og Síldarvinnslunnar þyrfti að fækka fiskimjölsverkmiðjum. Bræðslu hefur þegar verið hætt í verksmiðjunni á Reyðarfirði og nú bætist Sandgerði við.
Engin loðna hefur borist til bræðslu í Sandgerði frá áramótum en á síðasta ári tók verksmiðjan á móti 27.000 tonnum.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar vildi ekki staðfesta nú rétt fyrir hádegið að loka ætti verksmiðjunni fyrir fullt og allt og sagðist ekkert geta sagt um það fyrr en að loknum stjórnarfundi sem haldinn verður eftir hádegið. Frá þessu var greint í Auðlindinni í Ríkisútvarpinu. Fimm fastir starfsmenn hafa verið við fiskimjölsverksmiðjuna í Sandgerði og 12-13 yfir loðnuvertíð í um eins til tveggja mánaða tíma ár hvert.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, sagði við RÚV að eftir samruna SR-Mjöls og Síldarvinnslunnar þyrfti að fækka fiskimjölsverkmiðjum. Bræðslu hefur þegar verið hætt í verksmiðjunni á Reyðarfirði og nú bætist Sandgerði við.
Engin loðna hefur borist til bræðslu í Sandgerði frá áramótum en á síðasta ári tók verksmiðjan á móti 27.000 tonnum.