Sandgerði: ÍAV innréttar heilsugæsluna
Meirihluti bæjarráðs í Sandgerði ákvað á síðasta fundi sínum að ganga til samninga við ÍAV-Þjónustu um innréttingu og frágang Heilsugæslunnar í Sandgerðisbæ. Verkkostnaður samkvæmt tillögunni er kr. 14.004.972 og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 10. ágúst 2008.
Fulltrúi S- lista gerði ekki athugasemdir við samninginn vegna tímaþáttar sem verkið er í, en hefði að sögn kosið að verkið hefði verið boðið út.
Fulltrúi S- lista gerði ekki athugasemdir við samninginn vegna tímaþáttar sem verkið er í, en hefði að sögn kosið að verkið hefði verið boðið út.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson - Séð yfir Sandgerði