Sandgerði: Hreinsun fari fram á svæðum innan marka bæjarfélagsins
Mikil umræða varð í bæjarstjórn Sandgerðis nú í vikunni um hreinsun svæða á flugvallarsvæðinu og kom landið á Stafnesi sérstaklega til umræðu. Voru bæjarfulltrúar einhuga í afstöðu sinni til málsins en bæjarstjórn hvetur yfirvöld til að hreinsun fari fram á svæðum sem eru innan marka bæjarfélagsins.
Bæjarfulltrúar S-lista Samfylkingar og óháðra lögðu fram sérstaka bókun vegna þessa þar sem studdar eru kröfur landeigenda á Stafnesi um að fá til baka allt það land sem tekið var eignanámi undir starfsemi Varnarliðsins.
Mynd: Ummerki eftir Varnarliðið eru víða. Þetta reykbombuhylki lá á víðavangi skammt frá haugunum á Stafnesi þegar VF-menn voru þar á ferð í byrjun vikunnar.