Sandgerði: Framkvæmdir við Sólborgu ganga vel
Vinna við viðbyggingu Leikskólans Sólborgu í Sandgerði gengur mjög vel að því er fram kemur á fréttavefnum 245.is. Næsta skólaár verða breytingar varðandi húsnæði og tilfærslu barna milli deilda með tilkomu nýrrar deildar fyrir yngstu börnin.
Fiskadeild færist frá Skólastræti 1 yfir í Sólheima 1-3 og Höfrunga- og Síladeild færast yfir í Sólheima 5. Þessar breytingar hafa lítil áhrif á það starf og þær námsleiðir sem unnið er með í leikskólanum.
Af www.245.is