Sandgerði: Framkvæmdir hafnar við sundlaugina
Vinna er hafin við byggingu nýrrar sundlaugar í Sandgerði en fyrir skemmstu hófst verktakafyrirtækið A. Pálsson í Sandgerði handa við að fjarlægja gömlu sundlaugina sem var sett upp á öndverðum 9. áratug síðustu aldar.
Sama fyrirtæki mun einnig vinna jarðvinnu á svæðinu, en þar sem nýja laugin verður 25m að lengd mun hún liggja þvert á stefnu gömlu laugarinnar. Fimm aðilar buðu í verkið sem Fasteign, eigandi íþróttamannvirkjanna, bauð út og átti A. Pálsson lægsta tilboðið.
Stefnt er að því að ný laug opni formlega í um næstu áramót.
VF-mynd/Þorgils