Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sandgerði: Enn ótti við mengun frá Wilson Muuga
Sunnudagur 25. febrúar 2007 kl. 21:08

Sandgerði: Enn ótti við mengun frá Wilson Muuga

Talið er að búið sé að hreinsa nær alla olíu úr Wilson Muuga þar sem skipið liggur á strandstað við Hvalsnes. Um helgina var unnið að því að hreinsa olíublautan þara úr Gerðarkotstjörn. Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis segir að menn óttist enn mengun frá Wilson Muuga. Frá þessu var greint á RUV í kvöld.

Í síðustu viku var tæplega 29.000 lítrum dælt úr Wilson Muuga en ekki er hægt að segja með fullri vissu hversu mikið af því var olía en menn telja að megnið af því sem úr skipinu kom hafi verið olía.
Gottskálk Friðriksson, hjá Umhverfisstofnun ,segir að menn telji að nú sé búið að hreinsa nær alla olíuna úr skipinu það geti þó verið að eitthvert olíusmit sé enn í botntönkum skipsins.

Um helgina hreinsaði Tómas Knútsson kafari og herforingi Bláhersins ásamt björgunarsveitarmönnum olíublautan þara úr Gerðarkotstjörn skammt frá strandstaðnum. Tómas segir að menn hafi á stuttum tíma rakað saman þara í tuttugu 300 lítra fiskikör og telur hann að hreinsun tjarnarinnar sé um það bil hálfnuð.

Ekki hefur enn fengist botn í það hver á að fjarlægja flakið eða hvernig verði staðið að því. Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir að bæjarstjórnin hafi ekki upplýsingar um hvað verði um flakið.

 

Frétt af ruv.is

 

Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024