Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Engar hækkanir eða uppsagnir
Þriðjudagur 28. október 2008 kl. 09:41

Sandgerði: Engar hækkanir eða uppsagnir



Sandgerðisbær hyggst ekki hækka gjaldskrá, útsvar eða fasteignagjöld á næsta ári. Þá verður starfsfólki bæjarins ekki fækkað, samkvæmt aðgerðaráætlun sveitarfélagsins.
Markmið bæjarstjórnarinnar er að nýta fjárhagslegan styrk bæjarins til að standa vörð um lífsgæði og þjónustu við bæjarbúa eins og kostur er.

Bæjaryfirvöld í Sandgerði vinna nú að nýrri fjárhagsáætlun, eins og önnur sveitarfélög. Í henni er reiknað með hækkun launa um 5% í ljósi væntanlegra kjarasamninga. Engin áform eru uppi um uppsagnir starfsfólks en dregið verður úr nýráðningum. Ekki er gert ráð fyrir hækkunum á öðrum rekstrarliðum og fjáheimildir verða ekki auknar. Rekstrarútgjöld verða endurskoðið og reynt að ná fram sparnaði.

Gert er ráð fyrir 10 % lækkun útsvarstekna miðað við árið 2008 vegna samdráttar í þjóðfélaginu. Þrengri fjárhagsstöðu verður ekki mætt með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða þeirri þjónustu sem íbúar vænta frá stofnunum bæjarfélagsins, að því er fram kemur í fundargerð.
Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð og verkefnum, sem til að mynda geta beðið uns úr rætist verður frestað eða þau endurhönnuð til að draga enn frekar úr kostnaði. Þá verða allar leigugreiðslur teknar til endurskoðunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024