Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: DV fjallar um fjölskyldutengsl forseta bæjarstjórnar við nýráðinn skólastjóra
Mánudagur 11. júní 2007 kl. 16:18

Sandgerði: DV fjallar um fjölskyldutengsl forseta bæjarstjórnar við nýráðinn skólastjóra

Tengsl Óskars Gunnarssonar, forseta bæjarstjórnar Sandgerðis, við annan umsækjenda um stöðu skólastjóra grunnskólans þar í bæ, eru gerð að umfjöllunarefni í DV bæði í dag og í helgarblaðinu.
Eins og VF greindi frá fyrir helgi var Fanney D. Halldórsdóttir ráðin í stöðuna en hún er tengdadóttir Óskars. Pétur Brynjarsson, starfandi skólastjóri til tveggja ára sótti einnig um stöðuna. Hann hefur starfað við skólann í 22 ár, þar af 11 ár sem aðstoðarskólastjóri.
Pétur sagði starfi sínu lausu í kjölfar ráðningarinnar.

Fyrir lá stuðningsyfirlýsing við Pétur frá nánast öllum kennurum skólans auk þess sem fjórir af fimm nefndarmönnum í skólaráði höfði mælt með honum. Þrátt fyrir það var Fanney ráðin með þeim rökum að á þessum tímamótum væri rétt að gera breytingar á rekstri skólans. Var í því sambandi vísað í greinargerð frá ráðgjöfum bæjarstjórnar. Í henni mun m.a. hafa komið fram að Fanney hafi meiri framhaldsmenntun á sviði skólastjórnunar og hún hafi mótaðar hugmyndir um leiðir til faglegra úrbóta fyrir skólann.

Í DV í dag er haft er eftir Ólafi Þór Ólafssyni, bæjarfulltrúa í Sandgerði, að það athyglisvert sé “hversu duglegur Óskar hefur verið að koma sínu fólku á rétta staði.“

Óskar sagðist í samtali við VF í dag ekki vilja tjá sig um  umfjöllun DV að svo stöddu en sagði að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar frá meirihluta bæjarstjórnar í kvöld eða á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024