Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði draumasveitarfélagið á Suðurnesjum
Miðvikudagur 13. febrúar 2008 kl. 11:21

Sandgerði draumasveitarfélagið á Suðurnesjum

Sandgerði er í 13. sæti yfir draumasveitarfélög ársins 2007 og trónir yfir önnur sveitarfélög á Suðurnesjum á listanum, sem Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál gefur út árlega.  Sandgerði hækkaði um 13 sæti á milli ára.
Vogar eru í 15. sæti og taka stökk upp um 15 sæti frá árinu 2006, Garður tekur sömuleiðis stökk úr 28. sæti í það átjánda.

Reykjanesbæ fellur úr 18. sæti í það 24. og Grindavík fer úr 12. sæti niður í 27. sæti á listanum yfir draumasveitarfélög landsins.
Garðabær fær hæstu einkunn Vísbendingar annað árið í röð og en Álftanes hrapar mest á milli ára, fer úr 5. sæti niður í 36. sæti.

Einkunnin byggir á fimm efnahagslegum þáttum og gilda þeir allir 20% í lokaeinkunn. Meðal þeirra er útsvarshlutfallið en sveitarfélög sem eru með 13.03% útsvar fá núll fyrir þann lið. Aðrir þættir sem ákvarða einkunina eru íbúafjölgun, tekjuafgangur, skuldir, tekjur, lausafjárstaða og ávöxtun fjár.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024