Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. mars 2002 kl. 09:55

Sandgerði: Bæjarráð harmar niðurstöðu Landsbankans

Á 310. fundi bæjarráðs Sandgerðis í gær var mál Landsbankans til umræðu, og sú niðurstaða sem bankinn hefur fengið í málinu. Eftirfanrandi var bókað á fundinum:„Bæjarráð harmar hinsvegar niðurstöðu bankaráðs og telur nauðsynlegt að skoða málið með kjörnum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn áður en næstu skref verða tekin.

Bæjarráð hefur hinsvegar fengið mikil viðbrögð frá íbúum bæjarfélagsins eftir breytingar á opnunartíma Landsbankans í Sandgerði sem og vilja bæjarbúa til að fá leiðréttingu á opnunartíma bankans til fyrra horfs.

Bæjarráð bendir auk þess á skerta þjónustu Íslandspósts h.f. við íbúa bæjarfélagsins og er sú þjónusta óviðunandi eftir umræddar breytingar".


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024