Samvinna í ferðaþjónustu
Lykil Ráðgjöf Teymi (Turnkey Consulting Group) gerði í síðustu viku samning við Bláa Herinn og Leiðsögumenn Reykjaness.
Samningarnir fela í sér eftirfarandi:
1. Markaðssetning Ferðaþjónustu á Reykjanesi
a. Uppbygging og ímyndarsköpun í ferðaþjónustu á svæðinu
b. Tengingar við Blue Diamond verkefnið og umhverfismál
2. Þróunarvinna í ferðamálum
c. Undirbúningur - Tengslavinna
d. Samfélagsleg þróun – Umhverfistengd ferðaþjónusta
3. Lykilráðgjöf Teymi ásamt samstarfsaðilum leggja til úlpur fyrir Bláa Herinn og Leiðsögumenn Reykjaness.
e. Liðsmenn Bláa Hersins og Leiðsögumenn Reykjaness klæðast merktum úlpum við starf sitt.
f. Samhæfð kynning á framtíðarsýn svæðisins
Í samningnum segir að markmið og stefna Lykil Ráðgjafar með Blue Diamond verkefninu fari afar vel saman við tilgang Leiðsögumanna Reykjaness og Bláa Hersins; Stuðla ber að aukinni kynningu á svæðinu. Efla skal jákvæða ímynd svæðisins sem ferðamannastaðar fyrir erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn.
Með samstarfssamningum þessum munu aðilar vinna að því að kynna starfsemi hvors annars til þess að auka vægi ferðaþjónustu á Reykjanesi og færa þá framtíðarsýn sem unnið hefur verið að inní raunveruleikann.
Ríkharður Ibsen Framkvæmdastjóri skrifaði undir samningana í Flösinni fyrir hönd Lykil Ráðgjafar, en Tómas Knútsson og Bergur Sigurðsson skrifuðu undir fyrir hönd Bláa Hersins annars vegar og Leiðsögumanna Reykjaness hins vegar.
VF-myndir/Þorgils