Samverustundir fyrir Grindvíkinga í dag
Tvær samverustundir verða haldnar í dag, mánudag. Önnur þeirra er í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju á mánudag milli 17 -19 og á sama tíma verður samverustund í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.
Þessar stundir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir íbúa Grindavíkur til að koma saman til að veita hvert öðru styrk á þessum erfiðu tímum og eru utanaðkomandi beðnir um að virða það.