Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samtök gegn ofbeldi stofnuð í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 kl. 11:57

Samtök gegn ofbeldi stofnuð í Reykjanesbæ

Samtök gegn ofbeldi í Reykjanesbæ hefur nýlega verið stofnað að frumkvæði Önnu Albertsdóttur. Samtökin miða að því að vekja athygli á ofbeldi í Reykjanesbæ og fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það beitir ofbeldi. Samtökin berjast gegn ofbeldi í allri sinni mynd hvort um sé að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt. „Samtökin munu vekja athygli á ofbeldi í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir þessum veruleika,“ sagði Anna um samtökin.

Til að opna umræðuna um ofbeldi verða samtökin með ýmsar uppákomur og fyrirlestra. Nú þegar hefur Anna fengið Svövu Björnsdóttur frá samtökunum Blátt áfram til liðs við sig og kemur hún til með að halda fyrirlestur á vegum samtakanna innan tíðar. Þá verða skipulagðir tónleikar við 88 húsið og Svarta pakkhúsið til að vekja athygli á málefninu. Á Ljósanótt munu svo félagar í samtökunum selja barmmerki og afhenda fólki pésa með uppslýsingum um samtökin.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024