Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samtök atvinnulífsins bera ábyrgð á launaskriði
Mánudagur 25. nóvember 2013 kl. 13:22

Samtök atvinnulífsins bera ábyrgð á launaskriði

„Verkalýðsfélag Grindavíkur stendur heilshugar að baki yfirlýsingu Samninganefndar Starfsgreinsambands Íslands frá 22. nóvember og ætlumst til þess að Samtök atvinnulífsins hætti þessari ósmekklegu auglýsingaherferð og vinni frekar að því að koma á sátt í samfélaginu. vegna þess að það má öllum vera ljóst að þarna er á ferðinni verulega ósmekkleg sögufölsun,“ segir í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.

Þá segir: „Staðreyndin er sú að þetta háa launaskrið er að mestu leyti til komið vegna hækkana launa þeirra sem mest hafa á milli handanna, má þar nefna bankastjóra og stjórnendur stórfyrirtækja.

Við Samtök atvinnulífsins viljum koma á framfæri:
Þið berið fyrst og fremst ábyrgð á því launaskriði sem verið hefur á íslenskum vinnumarkaði, ekki íslenskt lágtekjufólk. Lítið því í eigin barm í stað þess að sverta aðra fyrir ykkar eigin verk!

Varðandi verðtrygginguna þá er það einlæg ósk okkar í Verkalýðsfélagi Grindavíkur að þið leggið okkur lið í því að afnema hana. Þá kæmu þessar miklu launahækkanir sem þið gefið ykkur sjálfum ekki eins mikið niður á lágtekjufólki sem á hvorki til hnífs né skeiðar.

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er launaskriðið mikið hærra en umsamdar almennar launahækkanir frá gerð síðustu kjarasamninga verkafólks. Er þetta er minnisvarðinn sem þið viljið reisa ykkur til heiðurs og bera ábyrgð á

Verkalýðsfélag Grindavíkur skorar á Samtök atvinnulífsins að samþykkja þessar hóflegu launatillögur Starfsgreinasambandsins í stað þess að slá ryki í augu almennings með þessum kjánalegu auglýsingum,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni sem Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, skrifar undir fyrir hönd félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024