Samþykktu stofnframlag vegna námsíbúða
	Samþykkt var 12% stofnframlag af áætluðum byggingarkostnaði vegna bygginga námsíbúða á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 7. desember síðastliðinn.
	Samtals er upphæðin 136 milljónir sem mun greiðast á tveimur árum. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi þann 15. nóvember sl. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				