Samþykktu samhljóða eigin launakjör
— fá ekki greitt fyrir fundarsetu utan sveitarfélagsins
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum eigin launakjör. Bæjarstjórn ákvarðar laun kjörinna fulltrúa í Vogum samkvæmt tillögu sem lögð var fyrir bæjarstjórn Voga þann 18. janúar sl.
Samkvæmt tillögunni ákvarðar bæjarstjórn að laun kjörinna fulltrúa skuli verða sem hér segir frá og með 1.1.2017:
Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs: Föst mánaðarlaun kr. 100.000 hvor.
Aðrir aðalmenn í bæjarstjórn: Föst mánaðarlaun kr. 75.000 hver.
Fyrstu varamenn hvers framboðs: Föst mánaðarlaun 30% af launum aðalmanns.
Brott falla greiðslur til framangreindra aðila vegna fundarsetu utan sveitarfélags. Að öðru leyti gilda fyrri reglur um nefndarlaun Sveitarfélagsins Voga.