Samþykktu að HS færi inn í REI
Í fundargerð stjórnar og eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur frá 3. október, kemur fram að 5 stjórnarmenn samþykktu að Orkuveitan setti hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja inn í Reykjavík Energy Invest. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Þá samþykktu 5 fulltrúar einnig að Orkuveitan legði 2,6 milljarða króna inn í REI. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.Enginn ágreiningur er um lögmæti stjórnarfundarins í Orkuveitunni 3. október.






