Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samþykkt að breyta gamla tónlistarskólanum í gistiheimili
Miðvikudagur 18. nóvember 2015 kl. 15:15

Samþykkt að breyta gamla tónlistarskólanum í gistiheimili

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember síðastliðinn að heimilt væri að breyta húsi við Austurgötu 13 í gistiheimili. Í húsinu var áður tónlistarskóli bæjarins. 

Í fundargerð ráðsins kemur fram að húsið sé skráð á verslunar- og þjónustulóð samkvæmt fasteignaskrá og að bílastæði fyrir framan það séu fullnægjandi til að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er. Einnig var óskað eftir leyfi til að byggja aðra hæð ofan á bakhús sem er ein hæð. Málið var sent í grenndarkynningu og barst jákvæð samþykkt frá eiganda Austurgötu 11 og ein athugasemd þar sem gistiheimili er mótmælt vegna umferðar og ónæðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfis- og skipulagsráð fer fram á að rekstraraðili brýni fyrir gestum sínum að sýna tilitssemi við íbúa í nærliggjandi íbúðahúsum, sérstaklega þegar um umferð á nóttunni er að ræða.