Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samþykkja uppbyggingu Skólamatar við Iðavelli
Mánudagur 7. mars 2022 kl. 09:50

Samþykkja uppbyggingu Skólamatar við Iðavelli

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt byggingaáform Skólamatar ehf. við Iðavelli 1 í Keflavík en félagið óskaði eftir auknum byggingarheimildum í samræmi við uppdrátt Riss verkfræðistofu dags. 30. desember 2021. Óskað er heimildar til að byggja tveggja hæða húsnæði austur af núverandi húsi. Gert verði ráð fyrir vinnslurými á neðri hæð en skrifstofu- og starfsmannarými á efri hæð. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust.

Skólamatur ehf. hefur verið með starfsemi á Iðavöllum í nokkrum húsum og hefur starfsemin verið í stöðugum vexti undanfarin ár. Félagið hefur í dag eignast alla matshluta á lóðinni Iðavellir 1 ásamt því að eiga hluta af húsnæðinu Iðavellir 3. Til stendur að nýta áfram allt það húsnæði sem er til staðar og bæta jafnframt við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til stendur að fara í endurbætur á húsnæðinu á lóðinni Iðavellir 1. Samhliða breytingum og endurbótum hefur Skólamatur ehf. óskað eftir heimild til að byggja tveggja hæða húsnæði, u.þ.b. 20x20m að grunnfletu austur af núverandi húsnæði. Í nýju húsnæði yrði gert ráð fyrir vinnslurými á neðri hæð en skrifstofum og starfsmannarými á efri hæð.