Samþykkja styttingu vinnuviku sem tilraunaverkefni til eins árs
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt framkomnar tillögur um styttingu vinnuvikunnar í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undirbúningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðarskipulag styttingar vinnuvikunnar verður ákveðið.
Bæjarráð leggur til við deildarstjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladagatala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár.