Samþykkja ljósaskilti með fyrirvara
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda umsókn körfuknattleiksdeildar UMFN um uppsetningu á LED-skilti þar sem svokallað „Ramma-skilti“ stendur á mótum Reykjanesvegar og Hafnarbrautar í Njarðvík.
Körfuknattleiksdeildin hefur verið með skilti á þessu horni í 40 ár og selt á það auglýsingar í aldarfjórðung. Fer deildin nú fram á að setja upp LED-ljósaskilti eins og er í strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu á umræddan auglýsingaflöt.