Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samþykkja ekki greiðslu til húsfélags
Pósthússtræti 5 er í byggingu og er til vinstri.
Fimmtudagur 4. febrúar 2021 kl. 11:53

Samþykkja ekki greiðslu til húsfélags

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki samþykkt greiðslu til húsfélagsins Pósthússtræti 3 vegna samkomulags um mótvægisaðgerðir og útlagðan kostnað, þar sem ekki voru lögð fram gögn til stuðnings fjárkröfunum,“ segir í bókun sem Baldur Guðmundsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Margrét Sanders, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, rita undir á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Á fundinum var tekið fyrir samkomulag við húsfélag Pósthússtrætis 3 frá bæjarráðsfundi þann 21. janúar. Lagt var fram samkomulag um mótvægisaðgerðir og greiðslu á útlögðum kostnaði húsfélagsins Pósthússtræti 3, 230 Reykjanesbæ, vegna mála er tengjast uppbyggingu á lóðinni að Pósthússtræti 5. Samkomulagið var samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans, Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B). Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) sátu hjá í bæjarráði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024