Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samþykkja ekki að atvinnuleysi verði gert að eðlilegum þætti
Kristján Gunnarsson flytur ræðu sína í Stapa nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 1. maí 2015 kl. 15:00

Samþykkja ekki að atvinnuleysi verði gert að eðlilegum þætti

- sagði Kristján Gunnarson formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í ræðu á 1. maí 2015

Fyrir hönd verkalýðsfélaganna sem standa að 1. maí hátíðahöldunum ykkur býð ég ykkur hjartanlega velkomin hingað  í Stapann.

Það er í skugga, mikilla kjaradeilna og átaka á vinnumarkaði um land allt sem við höldum 1. maí hátíðlegan. Á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks leggur  íslensk verkalýðshreyfing áherslur á baráttumál  sín til næstu ára.  

Íslenskt launafólk hefur svo sannarlega lagt sitt fram  til að ná fram efnahagslegum stöðugleika og skapa þar með forsendur til að byggja hér upp  kaupmátt og traust  velferðarkerfi.

Verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að það takist að verja þá félaga og heimili þeirra sem höllustum fæti standa við þessar afar erfiðu aðstæður í íslensku þjóðfélagi

Velferð og öryggi kemur ekki af sjálfu sér, það þarf að berjast fyrir því og standa vörð um þau gildi. Þar verða allir að standa saman - allir sem einn.

Nú 1. maí notum við tækifærið til  að brýna hvert annað og efla baráttuna  til  að standa vörð um þær kjarabætur og þau réttindamál sem þokast hafa til betri vegar á liðnum tímum.

Ein af áhrifaríkastu leiðunum til þess að leysa efnahags og atvinnukreppu  er að efla kaupgetu fólks þannig fara hjólin að snúast á ný og hraðar.   
Þá munum sjáum við sjá raunveruleg batamerki í atvinnulífinu.  Verkalýðshreyfingin hefur skoðun á því hvernig á að bregðast við.

Við minnum á enn og aftur að við munum aldrei samþykkja að atvinnuleysi verði gert að eðlilegum þætti tilverunnar.

En við látum okkur ekki nægja varnarbaráttu. Markmiðið er sókn til framtíðar.

Íslensk verkalýðshreyfing hefur og mun ávalt gegna ákveðnu lykilhlutverki við  uppbyggingu samfélagsins.

Allir af okkar mikilvægustu áföngunum í kjara og velferðarmálum hafa náðst fyrir baráttu samtaka launafólks.

Ein mikilvæg skýring á styrk verkalýðshreyfingarinnar hér á landi er almenn aðild launafólks að verkalýðsfélögunum sem er lykilatriði.  Stærstu sigararnir hafa unnist þegar hreyfingin hefur staðið saman um  baráttumál.

Um baráttumál sem byggja á réttlátari skiptingu gæðanna, jafnrétti og velferð þegnanna

Verkalýðshreyfingin á eins og áður að hafa forystu um að verja hagsmuni launafólks á öllum sviðum, það er ekkert okkur óviðkomandi.
     
Verkalýðshreyfingin og verkalýðsfélögin okkar munu um alla framtíð taka fullan þátt í því að berjast fyrir atvinnu, - atvinnu fyrir alla, atvinnuöryggi og traustum lífskjörum.

Jöfnuður býr til betra samfélag er yfirskrift dagsins þau orð eiga svo sannarlega við hér á Suðurnesjum um þessar mundir.

Til hamingju með daginn.

(Ræða Kristján flutt í Stapa 1. maí 2015.)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024