Samþykkir sérstakar húsaleigubætur
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt erindi félagsmálastjóra þess efnis að teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur sem koma til viðbótar hinum almennu húsaleigubótum og er ætlað að mæta þeim leigendum sem verst eru settir fjárhagslega.
Bæjarráð hefur falið félagsmálastjóra að móta reglur varðandi úthlutun bótanna og vísað erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.