Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samtak Ástralíu, Bandaríkjanna og Íslands um hátækni og aukin afköst jarðvarmakerfa
Fimmtudagur 28. ágúst 2008 kl. 15:41

Samtak Ástralíu, Bandaríkjanna og Íslands um hátækni og aukin afköst jarðvarmakerfa

Samstarfssamningur milli ríkisstjórna Íslands, Bandaríkjanna og Ástralíu um aukinn afrakstur jarðhitakerfa og átak í þróun nýrrar tækni í jarðhitanýtingu var undirritaður hjá Keili á Keflavíkurflugvelli nú áðan. Hjá Keili voru lögð drög að þessu vísinda- og tæknisamstarfi fyrir ári síðan.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd, en Katharine Fredriksen, aðstoðarráðherra í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna, og Sharyn Minahan, sendiherra Ástralíu, skrifuðu undir sem fulltrúar Bandaríkjanna og Ástralíu.

Jarðhitasérfræðingar frá ofangreindum ríkjum héldu fyrsta vinnufundinn í þessu alþjóðlega samstarfi í Þjóðminjasafninu í Reykjavík í gær. Gert er ráð fyrir því að fleiri þjóðum verði boðið til þessa vísinda- og tæknisamstarfs á jarðahitasviðinu á næstu misserum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá undirritun samstarfssamningsins nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi