Samsvörun á þráðum af bílnum og fötum Kristins Veigars
Efnisþræðirnir sem fundust á bifreið mannsins sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést sólarhring síðar, samsvara þráðum sem voru teknir úr fötum Kristins litla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, en rannsóknin var gerð hjá tæknideild norsku lögreglunnar.
Þykir það enn fremur styðja þá tæknirannsókn sem gerð hafði verið á bifreiðinni og unnin var af tæknideildum lögreglu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu með aðkomu réttarlæknis og sérfræðings frá fræðslumiðstöð bílgreina.
Meintur ökumaður bifreiðarinnar hefur þráfaldlega neitað að hafa valdið slysinu, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. desember síðastliðnum. Lögreglan á Suðurnesjum krafðist þess í héraðsdómi Reykjaness í dag að honum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að hann skyldi sæta farbanni til 8.janúar næstkomandi. Sá úrskurður var af hálfu lögreglu þegar kærður til Hæstaréttar Íslands.
Kristinn Veigar var jarðsunginn i dag.
Vf-mynd/Þorgils - Frá slysavettvangi
Þykir það enn fremur styðja þá tæknirannsókn sem gerð hafði verið á bifreiðinni og unnin var af tæknideildum lögreglu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu með aðkomu réttarlæknis og sérfræðings frá fræðslumiðstöð bílgreina.
Meintur ökumaður bifreiðarinnar hefur þráfaldlega neitað að hafa valdið slysinu, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. desember síðastliðnum. Lögreglan á Suðurnesjum krafðist þess í héraðsdómi Reykjaness í dag að honum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að hann skyldi sæta farbanni til 8.janúar næstkomandi. Sá úrskurður var af hálfu lögreglu þegar kærður til Hæstaréttar Íslands.
Kristinn Veigar var jarðsunginn i dag.
Vf-mynd/Þorgils - Frá slysavettvangi