Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samstarfssamningur um umferðaröryggi
Þriðjudagur 7. apríl 2009 kl. 08:45

Samstarfssamningur um umferðaröryggi


Reykjanesbær og Umferðarstofa undirrita í dag samstarfssamning sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu. Reykjanesbær er fyrst sveitarfélaga til að undirrita þennan samning.

Með samninginum skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að gera umferðaröryggisáætlun sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu og mun í því sambandi virkja sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku.
Stefnt er að fækkun óhappa og slysa í umferðinni og verða í áætluninni sett fram markmið til lengri og skemmri tíma og leiðir til þess að mæla árangurinn skilgreindar.

Umferðastofa mun annast fræðslu meðal starfsmanna Reykjanesbæjar og aðstoða við gerð áætlunarinnar. Safnað verður saman upplýsingum um slysa- og tjónatíðni á ákveðnu tímabili einu sinni á ári og sérstök áhersla verður lögð á aðgerðir í þágu óvarinna vegfarenda s.s. gangandi fólks og hjólreiðamanna. Umhverfi skóla, leikskóla, félagsmiðstöva og íþróttamannvirkja verði einnig metið sérstaklega með tilliti til umferðaröryggis.

Verkefninu verður fylgt eftir með árlegri skýrslu um framgang umferðaröryggisáætlunarinnar þar sem aðgerðir ársins eru tilgreindar og gefnar upplýsingar um mælanlegan árangur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024