Samstarfssamningur meirihlutans lagður fram
Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur fyrir helgi var lagður fram samstarfssamningur B-, G- og S- lista og skipan í nefndir og ráð á vegum Grindavíkurbæjar. Í fyrsta skipti var kosið í nefndirnar eftir nýjum sveitastjórnarlögum en þar skal m.a. vera kynjahlutfall. Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála um að:
• B-listi skipi forseta bæjarstjórnar.
• G-listi skipi formann bæjarráðs.
• B-listi skipi formann hafnarstjórnar, félagsmálanefndar og kjörstjórnar.
• G-listi skipi formann fræðslunefndar ásamt formanni frístunda- og menningarnefndar.
• S-listi skipi formann skipulags- og umhverfisnefndar.
• B-listi skipi aðalmann í stjórn SSS en G-listi skipar varamann.
• S-listi skipi aðalmann í stjórn Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en B-listi skipar varamann.
• G-listi skipar aðal- og varamann í stjórn HES.
• B-listi skipar aðalmann í stjórn menningarráðs Suðurnesja en G-listi skipar varamann.
Skipan í ráð, nefndir og stjórnir má sjá hér í fundargerð bæjarstjórnar. Þar má jafnframt sjá bókanir vegna meirihlutaskiptanna.