Samstarfshópur vegna Miðnesheiðar
Á fundi bæjarráðs Garðs þann 26. apríl sl. var samþykkt samhljóða að veita samstarfshópi um atvinnu- og þróunarmöguleika á Miðnesheiði umboð til að vinna áfram með tillögu 4 í skýrslu KPMG, en í skýrslunni koma fram möguleg samstarfsform aðila um þróun og uppbyggingu atvinnusvæðis.
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar í Garði er í samstarfshópnum ásamt Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra.
„Í skýrslunni koma fram tillögur 1 - 4 um mögulegt samstarfsform aðila um þróun og uppbyggingu atvinnusvæðis. Skýrslan var kynnt og til umræðu meðal kjörinna fulltrúa sveitarfélaganna þann 16. apríl 2018.“ Þetta kemur fram í fundargerð.