Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samstarfið um fjárhagsáætlunina sprakk
Mánudagur 5. október 2009 kl. 13:35

Samstarfið um fjárhagsáætlunina sprakk


H-listinn í Vogum hefur ákveðið að hætta samstarfi við E-listann um fjárhagsáætlun næsta árs og 3ja ára áætlun sveitarfélagsins. Meiri- og minnihlutarnir ákváðu nú síðla sumars að skipa vinnuhóp, skipaðan jafnmörgum fulltrúum beggja lista til að vinna tillögur sem áttu að gera reksturinn sveitarfélagsins hallalausan.

Vinnuhópur mun hafa haldið nokkra fundi og m.a. leitað til forstöðumanna og fagnefnda um tillögur og útfærslur. Stefnt var að því að leggja fjárhagsáætlun fram á fundi bæjarstjórnar í nóvember, samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu H-listans.


„Í upphafi vinnunnar urðum við að setja niður ákveðnar forsendur fyrir vinnunni þannig að báðir listar gætu gert sér grein fyrir þeirri vinnu sem var framundan. Meðal forsenda var að ALLT yrði tekið til umræðu og byrjað væri á grunni sem innihélt AÐEINS lögboðin verkefni. Á fundi hópsins þann 22. sept. kom í ljós að E-listinn treysti sér ekki til að standa við þessar forsendur. Okkur var mjög brugðið við þetta útspil þeirra og eftir að hafa farið ítarlega í gegnum málið ákváðum við að við vildum ekki taka þátt í vinnunni á þeim nýju forsendum sem nú voru komnar upp,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu H-listans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það voru okkur mikil vonbrigði að E-listinn treysti sér ekki til að standa við þá samþykkt sem gerð hafði verið. Því miður virðist sem svo að umboð þeirra til vinnunnar hafi ekki verið eins gott og þeir héldu - því fór sem fór,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.


Á bæjarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag skipaði E-listinn nýjan vinnuhóp um fjárhagsáætlunina. Fulltrúar H-listans hafa því hætt í þessari vinnu og segja að næsta fjárhagsáætlun verði á ábyrgð E-listans.

---

VFmynd - Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.