Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samstarf við Suðurflug um eldsneytisafgreiðslu
Eldsneyti dælt á vél Keilis hjá Suðurflugi.
Föstudagur 28. desember 2012 kl. 12:11

Samstarf við Suðurflug um eldsneytisafgreiðslu

Keilir hefur gert samkomulag við Suðurflug um afgreiðslu á flugvélaeldsneyti fyrir Flugakademíu skólans.

Suðurflug var stofnað árið 1972 og er því orðið eitt af elstu fyrirtækjum sem starfa að flugmálum á Ísland. Suðurflug sér um afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, aðallega einka- og sjúkraflugi og hefur sinnt 2000 flugvélum á ári, þegar mest er.

Nú hefur Keilir bæst í hóp viðskiptavina þar sem allar kennsluvélar Keilis taka nú eldsneyti sitt hjá Suðurflugi. Eru vonir bundnar við að samstarf fyrirtækjanna verið enn meira þegar fram í sækir, segir á vef skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vél Keilis við aðstöðu Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli.