Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samstarf um menntun öryggisvarða
Fimmtudagur 3. júlí 2008 kl. 15:26

Samstarf um menntun öryggisvarða


Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Keilis á Keflavíkurflugvelli, Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar. Samkvæmt samningi þessum hyggjast fyrirtækin stuðla að öflugu námi fyrir öryggisverði. Þeim hefur fjölgað verulega hin síðustu misserin og skipta nú orðið hundruðum.

Öryggi er orðinn snar þáttur í daglegu lífi fólks. Við treystum tilteknum starfsstéttum fyrir mikilvægum þáttum í lífi okkar, heimilum, fyrirtækjum og bæjarlífi. Öryggisvarsla er mikilvægur þáttur þar í. Henni hefur þó ekki verið sinnt markvisst innan skólakerfisins. Með samstarfssamningnum hyggjast fyrirtækin þrjú bæta úr brýnni þörf með því að koma upp markvissri kennslu fyrir öryggisverði og tengja hana hinnu almenna skólakerfi. Þannig telja fyrirtækin að efla megi þekkingu stéttarinnar, auka áhuga fólks á starfinu og þar með bæta öryggi almennt

Á myndinni má sjá fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar, Keilis og Securitas við undirritun samstarfssamningsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024