Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samstarf sveitarfélaga rætt á aðalfundi sambandsins um helgina
Föstudagur 7. október 2011 kl. 15:38

Samstarf sveitarfélaga rætt á aðalfundi sambandsins um helgina

Breytingar á samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum er meðal umræðuefna á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, en hann hófst í Stapa í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag eru auk hefðbundinna dagskrárliða eins og skýrsla stjórnar og ársreikningur lagðar fram skýrslur um vaxtasamning og menningarsamning Suðurnesja, skýrsla Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og málefni fatlaðra. Gestur fundarins í dag er Sigurður Ingi Jóhannsson, 3. þingmaður Suðurkjördæmis. Þá verða málefni Sorpeyðingarstöð Suðurnesja kynnt en rekstur stöðvarinnar hefur verið erfiður undanfarin ár.

Fundurinn heldur áfram á morgun, laugardag og þá mun m.a. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra ávarpa samkomuna. Kynning veður á svæðisskipulagi Suðurnesja og umræður um það.

Frá upphafi SSS fundarins sem hófst í Stapa kl. 15. VF-mynd/hilmarbragi.