Samstarf Miðstöðvar Símenntunar og Flugleiða
Flugleiðir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum undirrituðu samningi á sviði símenntunar í dag.Samningurinn felur í sér að Flugleiðir nýti sér þjónustu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Nú þegar er samkomulag um að halda námskeið fyrir starfsfólk í veitingadeild Leifsstöðvar í þessu mánuði og sérstakt námskeið um gæðameðferð vöru fyrir hlaðmenn í flugafgreiðslu fyrir maílok 2000. Allir starfsmenn Flugleiða í Keflavík fá 10% afslátt af öllum námskeiðum MSS sem í boði eru samkvæmt námskrá og eða á heimasíðu MSS.Skúli Thoroddsen framkvæmdstjóri Miðstöðvar símenntunar og Kjartan Már Kjartansson er deildarstjóri Gæða- og fræðsludeildar Flugleiða í undirrituðu samninginn.