Samspil ljóss og regns
Það var falleg sýnin af Miðnesheiðinni um kvöldmataraleytið þegar samspil ljóss og regns mynduðu hinn ægifagra regnboga. Það er óneitanlega skemmtilega tilhugsun að reyna að hlaupa að enda regnbogans og reyna að óska sér, en ekki fer neinum sögum af því hvort einhver hafi reynt það.Myndina tók Jóhannes Kr. Kristjánsson, nýr blaðamaður og ljósmyndari Víkurfrétta.