Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Töluverð umræða var um það á 190. bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar á þriðjudaginn var hvernig samskiptum ríkis og sveitafélaga væri háttað og hvernig ákvarðanir væru oft teknar á Alþingi og í ríkisstjórn sem orsökuðu aukin útgjöld fyrir sveitafélögin án þess að þau væru höfð með í ráðum. Jóhann Geirdal (S) hóf umræðun vegna frumvarps um breytingu á áfengislöggjöfinni sem liggur fyrir alþingi núna og felur í sér að léttvín og bjór verði seldur í matvörubúðum. Jóhann bendir á að sá sem setur lögin eigi einnig að framfylgja þeim, þ.e. ríkisvaldið. Skiptar skoðanir voru um hugmyndina þar sem um þverpólitískt mál er að ræða. Jónína Sanders (D) benti á að gott væri fyrir sveitafélögin að geta sjálf ákveðið opnunartíma þeirra verslana sem fengju leyfi til að selja áfengi. Skúli Skúlason (B) og Böðvar Jónsson (D) tóku líka til máls um efnið ásamt Ellert Eiríkssyni og benti sá síðasnefndi á að samskipti ríkis og sveitafélaga væri vettvangur fyrir Smband sveitafélaga að fjalla um til að gæta hagsmuna sveitafélaganna og Skúli Skúlason tók undir það.