Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samræmist ekki tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 09:40

Samræmist ekki tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja

Aðalskipulagsbreyting í Sveitarfélaginu Vogum, athafnasvæði Keilisnesi, skipulags- og matslýsing, hefur verið send nágrannasveitarfélögum til umsagnar. Sveitarfélagið Vogar óskar umsagnar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur gerir ekki athugasemdir við breytingarnar, en bendir á að þessi breyting samræmist ekki tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024. Bæjarstjórn Grindavíkur tekur undir ábendingu skipulags- og umhverfisnefndar um að breytingin samræmist ekki tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024