Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samræma hugmyndir að atvinnuskapandi verkefnum
Miðvikudagur 1. apríl 2009 kl. 08:41

Samræma hugmyndir að atvinnuskapandi verkefnum


Um 80 manns eru skráðir atvinnulausir í Vogum en það mun vera um 10% atvinnubærra í sveitarfélaginu. Bæjaryfirvöld hafa að undanförnu haldið tvo fundi með atvinnuleitendum einn með atvinnurekendum til að samræma hugmyndir að atvinnuskapandi verkefnum. Þá hefur einnig verið fundað með fulltrúum félagasamtaka í sveitarfélaginu í sama tilgangi.

„Þetta hefur ýtt af stað verkefnum sem ekki hefur verið tími til að sinna á meðan allir höfðu nóg að gera. Stofnfiskur er t.d. að fara í viðhaldverkefni sem búið er að vera í bígerð lengi. Þá erum við með í undirbúningi ýmis umhverfisverkefni í sumar sem við getum farið af stað með og sótt þá vonandi fólk af atvinnuleysiskránni,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum

Á meðal þeirra verkefna sem eru í farvatninu er umfangsmikil minjaskráning eða svokölluð húsakönnun en sveitarfélagið fékk styrk til verkefnisins úr Húsafriðunarsjóði.
Róbert telur að í sveitafélögunum sé einmitt nokkuð um slík tímabundin verkefni sem hafa legið í salti á meðan atvinnulífið var blóma og nóg að gera í öðru. Í styrkjakefinu sé að finna töluverðan stuðning við verkefni af þessu tagi bæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024