Samráðsteymi komi með tillögu um staðsetningu gervigrasvallar í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að samráðsteymi um uppbyggingu- og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkjaverði falið að vinna tillögu um staðsetningu gervigrasvallar og skili tillögu til bæjarráðs fyrir 20. maí 2024.
„Bæjarráð leggur áherslu á að knattspyrnufélögin taki fullan þátt og ábyrgð við vinnu að tillögu um staðsetningu vallarins. Jafnframt vinni samráðsteymið að framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja og í samstarfi við íþróttafélögin að framtíðarsýn um starfsemi þeirra,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs frá því í gær.
Umrætt samráðsteymi var samþykkt á 67. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Starfsmaður umhverfissviðs, forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta-og tómstundafulltrúi sitji í samráðsteyminu.