Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samráðsfundur um erfiða stöðu í efnahagslífi
Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 17:37

Samráðsfundur um erfiða stöðu í efnahagslífi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var mikil samstaða á fundinum og það kom fram að engin alvarleg vandamál hafi enn komið fram en ástæða sé þó til að fylgjast vel með þróun mála á næstu dögum og vikum,“ sagði Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar eftir samráðsfund margra forsvarsmanna stofnana og félagasamtaka velferðarkerfisins í bíósal Duus húsa í gær.

Á fundinum ræddu aðilar skóla, stofnana, kirkju, lögreglu, Sparisjóðsins og félagasamtaka um ástandið í dag. Prestar sögðu mikilvægt að kirkjan væri til staðar en sögðu að fólk væri rólegt og þeir hefðu ekki orðið varir við ótta hjá börnum. Hjálmar Árnason hjá háskólasamfélaginu Keili á gamla varnarsvæðinu taldi mikilvægt að líta á björtu hliðarnar og framundan væri ástand nýsköpunar og breytingu á gildismati. Hvergi væri eins mikil gerjun í atvinnulífi og á Suðurnesjum.

Baldur Guðmundsson frá Sparisjóðnum gerði grein fyrir erfiðri stöðu sjóðsins. Mikilvægt væri að fólk tæki ekki út fé og afar slæmt væri fyrir fólk að vera með peninga heima fyrir. Marg oft hefði komið fram að innistæður einstaklinga væru tryggar í bönkum og sparisjóðum.

Í grein sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar ritar í blaðið kemur fram að upp úr áramótum muni hundruð starfa verða í boði í byggingargeiranum vegna framkvæmda við álver í Helguvík.

Nánar í Víkurfréttum á fimmtudag.