Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningur við Landsnet í höfn
Föstudagur 17. október 2008 kl. 11:13

Samningur við Landsnet í höfn



Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga og Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, skrifa undir samning við Landsnet í dag.
Samningurinn er þess eðlis að háspennulínur verði lagðar í sama línustæði og núverandi Suðurnesjalína. Samningurinn er þess eðlis að sögn Róberts, bæjarstjóra, að sveitarfélagið beri engan kostnað við ferlið og að hægt verði að endurskoða staðsetningu línustæðanna ef byggðin færist nær þeim í framtíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með samningnum er öryggi á flutningi rafmagns til Suðurnesja tryggt en næsta skref Landsnets er að ná samningum við bæjarstjórn Hafnarfjarðar.


Fremur háværar raddir gegn línustæðunum hafa verið meðal íbúa Voga og bárust undirskriftalistar með undirskrift um 40% íbúa með kosningarétt. Á listanum var krafist þessa að línurnar færu í jörð eða yrði sett á íbúakosning um línurnar. Að sögn Róberts var haldin íbúafundur og skipulagið kynnt og farið yfir möguleikana í stöðunni. Hann sagði einnig að eftir að umræðan hafi farið málefnalega af stað hafi fólk gert sér grein fyrir að jarðrask af línum í jörðu væri einnig töluvert og að fólk hætti til að hugsa eingöngu um sjónmengun vegna línanna.
 

Nánar síðar.