Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samningur við almættið?
Sunnudagur 3. september 2006 kl. 18:47

Samningur við almættið?

Óhætt er að segja að veðrið  hafi leikið við íbúa Reykjanesbæjar og gesti þeirra á Ljósanótt  2006. Alla helgina hefur veðrið verið hið ákjósanlegasta og var víðurblíðan augsjáanlega ekkert á undanhaldi í dag. Fjöldi fólks var á röltinu um miðbæinn, staldraði við á þeim fjölmörgu myndlistarsýningum sem í boði voru og gæddi sér á ís ef svo bar undir. Enda líka ekta ís-veður.
Sagt hefur verið að forsvarsmenn Ljósanætur hafi gert samning við almættið hvað veðrið varðar, enda getur það alveg passað miðað við veðurspá morgundagsins en hún hljóðar upp á sunnan 5-8 og rigningu eða súld með svalara lofti.
Það sem enn betur rennir stoðum undir þessa kenningu eru norðurljósin sem skyndilega birtust á himni í gærkvöld, rétt áður en flugeldasýningin hófst, rétt eins og almættið væri þáttakandi í því magnaða sjónarspili sem gestir urðu vitni að.

Efri mynd: Það var annríki í ísbúðum bæjarins í veðurblíðunni þennan þriðja dag Ljósanætur.


Neðri mynd: Fjöldi fólks var á röltinu í miðbæ Keflavíkur og skoðaði þær myndlistarsýningar sem í boði voru.

 

VF-myndir: Ellert Grétarsson

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024