Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningur undirritaður um áframhald tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar
Föstudagur 2. maí 2008 kl. 16:06

Samningur undirritaður um áframhald tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar

Í dag var skrifað undir samning milli Vegagerðarinnar og Ístaks hf um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Strandarheiði til Njarðvíkur eftir endurútboð.

Vegagerðin hafði áður hafnað tilboði Adakris / Topp verktaka í verkið þar sem verktakinn stóðst ekki þær kröfur sem Vegagerðin gerir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilboð Ístaks í verkið hljóðaði upp á ríflega 807 milljónir króna.

Undirverktaki vegna malbikunar verður Hlaðbær – Colas malbikunarstöð og eftirlit verður í höndum Mannvits hf.

Ístak hyggst hefjast handa mánudaginn 5. maí og er áætlað að þann 16. október verði unnt að aka útboðskaflann á fjórum akreinum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni