Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samningur um rekstur og viðhald olíubryggju
Mánudagur 22. desember 2008 kl. 10:17

Samningur um rekstur og viðhald olíubryggju



Reykjaneshöfn og Varnarmálastofnun Íslands hafa undirritað samning vegna hafnar NATO í Helguvík um rekstur og viðhald olíubryggju sem Reykjaneshöfn mun sinna en olíubirgðastöðin í Helguvík hefur verið í notkun fyrir almennan flugrekstur á Keflavíkurflugvelli frá janúar 2007.

Áætlað er að frá áramótum muni olíubirgðakerfi NATO verða tekið í notkun í heild sinni, ekki einungis fyrir Keflavíkurflugvöll heldur einnig fyrir annað eldsneyti til geymslu. Eru því líkur á að umferð muni aukast um Helguvíkurhöfn.


Mynd: Samninginn undirrituðu Árni Sigfússon staðfesti samninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar, Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrir hönd Varnarmálastofnunar Íslands og Pétur Jóhannsson, fyrir hönd Reykjaneshafna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024