Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 15. maí 2001 kl. 12:20

Samningur um kennslu í leikskólafræðum undirritaður

Háskólinn á Akureyri, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Reykjanesbær hafa gert með sér samkomulag um kennslu í leikskólafræðum á Suðurnesjum.
Háskólinn á Akureyri og MSS gerðu með sér samning um fjarnám í desember 1999 sem felur í sér kennslu á vegum Háskólans í Reykjanesbæ. Kennslan fer fram með aðstoð fullkomins fjarfunda- og tölvubúnaðar í húsnæði MSS. Reynslan af samstarfinu hefur verið mjög að sögn Skúla Thoroddsenar og árangur fjarnema á Suðurnesjum til fyrirmyndar. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri tók í sama streng og sagði grundvöll fyrir frekari samstarf vera til staðar. Hann færði aðstandendum fjarnámsins í Reykjanesbæ bestu þakkir og sagði að ef áhugi væri frir hendi kæmi vel til greina að fjölga námsbrautum í fjarnámi í Reykjanesbæ.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskóla Akureyrar, Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS og Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar undirrituðu samningin í húsakynnum MSS. Stefnt er að því að hefja fjarkennslu í leikskólafræðum í Reykjanesbæ á haustmisseri 2001. Háskólinn leggur til námsefni og annast alla kennslu sem fer fram í gegnum fjarfundabúnað í miðstöð MSS. Intökkuskilyrði eru að viðkomandi sé með stúdentspróf eða sambærilega menntun og starfi í leikskóla. MSS leggur til námsaðstöðu en Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar sér um verklega þjálfun nemenda og námsferðir til Akureyrar. Rúmlega hundrað manns stunda nám í leikskólafræðum við Háskólan á Akureyri og þar af er tæplega helmingur í fjarnámi.
Guðrún Alda Harðardóttir, brautarstjóri leikskólabrautar HA, Eiríkur Hermannsson, skólamálafulltrúi Reykjanesbæjar og Guðríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar voru viðstödd undirritunina. Viðstaddir vonuðust til þess að með því að bjóða upp á nám í leikskólafræðum væri hægt að koma til móts við skort á leikskólakennurum í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024