Samningur um hönnun á skála Íslendings
Vinna við Víkingaheima og framtíðaráform um sýningarskála fyrir Íslending og tengt efni hefur gengið vel á þessu ári. Í gær var undirritaður samningur við Guðmund Jónsson arkitekt um hönnun skála Íslendings sem verður um 960m2 nýbygging. Mun húsið hýsa m.a. sýningarskála fyrir víkingaskipið Íslending og muni frá Smithsonian sem afhendir voru á síðasta ári.
Að sögn Steinþórs Jónssonar framkvæmdarstjóra Íslendings hafa viðræður við Guðmund Jónsson arkitekt og fulltrúa teiknistofunnar Óðinstorgi nú í sumar leit til þessarar niðurstöðu en mikilvægt er að hönnun verði tilbúin á fyrstu mánuðum næsta árs þannig að útboð geti farið fram ekki síðar en í april mánuði 2007 en stefnt er að opnun sýningarinnar vorið 2008.
“Frá upphafi hugmynda um byggingu skála á Fitjum fyrir Íslending og uppbyggingu Víkingaheima honum tengdum hefur kynning verkefnisins verið gerð útfrá frumhugmyndum Guðmundar Jónssonar arkitekts. Við nánari skoðun á hönnun húsins skv. fyrstu hugmyndum töldum við að sú bygging væri ekki hentug fyrir sýningarsvæði og útfærslur byggingar sem og staðsetning hugsanlega dýr í uppbyggingu” segir Steinþór. “Eftir að hafa ráðfært okkur við fagaðila óskuðum við því eftir viðræðum við hönnuði snemma árs og báðum um að húsnæðið yrði endurskoðað með þessa þætti í huga. Nýjar teikningar liggja nú fyrir og sýna að okkar mati bæði glæsilegra hús, betri nýtingu auk þess sem kostnaðaráætlun er töluvert lægri en í fyrri tillögum. Húsið verður því hannað útfrá þessum nýju tillögum.”
Elisabet Ward frá Smithsonian sem var hér í heimsókn fyrr í sumar kom í stutta vinnuferð í byrjun mánaðarins og kynnti sér m.a. þessar nýju hugmyndir af skálanum og leist vel á. “Eins og allir sjá hefur landmótum á Fitjum gengið vel og má segja að heildarútlit svæðisins sé að fá sitt endalega útlit. Samhliða þessari vinnu hefur Gunnar Marel unnið að viðhaldi og tengdum þáttum varðandi Íslending, Guðmundur Jónsson og Elisabet Ward ásamt okkur og tengdum aðilum unnið að hugmyndum um sýninguna sjálfa, húsnæðið og framtíðarsýn svæðisins auk annara þátta. Samningurinn um hönnun er mjög hagstæður og góður fyrir félagið og því engin ástæða til annars en að keyra málið á fullri ferð áfram.” segir Steinþór.
Auk samnings við ríkið um uppbyggingu skálans var í maí síðastliðnum skrifað undir samstarfssaminga við aðila í ferðaþjónustu. Mikið markaðsstarf hefur verið í gangi bæði erlendis og á ferðakaupstefnum hér á landi á þessu ári og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Steinþórs. Nýtt kynningarmyndband um skálann og svæðið er í vinnslu þessa daganna og segir Steinþór að stefnt sé að ráðstefnu fyrir áhugasama aðila í janúar n.k. tengda Íslending og uppbyggingu svæðisins. Þar munu Gunnar Marel, hönnuðir byggingarinnar og sýningar, ferðaþjónustuaðilar og aðrir fróðir menn flytja erindi.
Mynd: Guðmundur Jónsson arkitekt og Steinþór Jónsson framkvæmdarstjóri Víkingaheima.
Að sögn Steinþórs Jónssonar framkvæmdarstjóra Íslendings hafa viðræður við Guðmund Jónsson arkitekt og fulltrúa teiknistofunnar Óðinstorgi nú í sumar leit til þessarar niðurstöðu en mikilvægt er að hönnun verði tilbúin á fyrstu mánuðum næsta árs þannig að útboð geti farið fram ekki síðar en í april mánuði 2007 en stefnt er að opnun sýningarinnar vorið 2008.
“Frá upphafi hugmynda um byggingu skála á Fitjum fyrir Íslending og uppbyggingu Víkingaheima honum tengdum hefur kynning verkefnisins verið gerð útfrá frumhugmyndum Guðmundar Jónssonar arkitekts. Við nánari skoðun á hönnun húsins skv. fyrstu hugmyndum töldum við að sú bygging væri ekki hentug fyrir sýningarsvæði og útfærslur byggingar sem og staðsetning hugsanlega dýr í uppbyggingu” segir Steinþór. “Eftir að hafa ráðfært okkur við fagaðila óskuðum við því eftir viðræðum við hönnuði snemma árs og báðum um að húsnæðið yrði endurskoðað með þessa þætti í huga. Nýjar teikningar liggja nú fyrir og sýna að okkar mati bæði glæsilegra hús, betri nýtingu auk þess sem kostnaðaráætlun er töluvert lægri en í fyrri tillögum. Húsið verður því hannað útfrá þessum nýju tillögum.”
Elisabet Ward frá Smithsonian sem var hér í heimsókn fyrr í sumar kom í stutta vinnuferð í byrjun mánaðarins og kynnti sér m.a. þessar nýju hugmyndir af skálanum og leist vel á. “Eins og allir sjá hefur landmótum á Fitjum gengið vel og má segja að heildarútlit svæðisins sé að fá sitt endalega útlit. Samhliða þessari vinnu hefur Gunnar Marel unnið að viðhaldi og tengdum þáttum varðandi Íslending, Guðmundur Jónsson og Elisabet Ward ásamt okkur og tengdum aðilum unnið að hugmyndum um sýninguna sjálfa, húsnæðið og framtíðarsýn svæðisins auk annara þátta. Samningurinn um hönnun er mjög hagstæður og góður fyrir félagið og því engin ástæða til annars en að keyra málið á fullri ferð áfram.” segir Steinþór.
Auk samnings við ríkið um uppbyggingu skálans var í maí síðastliðnum skrifað undir samstarfssaminga við aðila í ferðaþjónustu. Mikið markaðsstarf hefur verið í gangi bæði erlendis og á ferðakaupstefnum hér á landi á þessu ári og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Steinþórs. Nýtt kynningarmyndband um skálann og svæðið er í vinnslu þessa daganna og segir Steinþór að stefnt sé að ráðstefnu fyrir áhugasama aðila í janúar n.k. tengda Íslending og uppbyggingu svæðisins. Þar munu Gunnar Marel, hönnuðir byggingarinnar og sýningar, ferðaþjónustuaðilar og aðrir fróðir menn flytja erindi.
Mynd: Guðmundur Jónsson arkitekt og Steinþór Jónsson framkvæmdarstjóri Víkingaheima.