Samningur um framkvæmdir við D-álmu
Heilbrigðisráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skrifuðu undir samning við Meistarahús ehf., þann 5. apríl sl. um næsta áfanga D-álmu. Með tilkomu þessarar byggingar tvöfaldast húsrými HSS við Skólaveg. Verktaki hefur þegar hafið framkvæmdir. Samningurinn hljóðar uppá 170 milljónir króna, sem er 96.3% af kostnaðaráætlun hönnuða. Alls bárust 9 tilboð í verkið. Sveitarfélögin greiða 15% af framkvæmdum. Í þessum áfanga er fullnaðarfrágangur innanhúss og innréttingar á 1. og 2. hæð ásamt lyftu og loftræstibúnaði. Á 3. hæð og risi er gengið frá gólfum, útveggjum og hitalögnum. Hver hæð er um 940 ferm. og ris um 320 ferm. eða samtals um 3200 ferm.