Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. apríl 2000 kl. 19:19

Samningur um framkvæmdir við D-álmu

Heilbrigðisráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skrifuðu undir samning við Meistarahús ehf., þann 5. apríl sl. um næsta áfanga D-álmu. Með tilkomu þessarar byggingar tvöfaldast húsrými HSS við Skólaveg. Verktaki hefur þegar hafið framkvæmdir. Samningurinn hljóðar uppá 170 milljónir króna, sem er 96.3% af kostnaðaráætlun hönnuða. Alls bárust 9 tilboð í verkið. Sveitarfélögin greiða 15% af framkvæmdum. Í þessum áfanga er fullnaðarfrágangur innanhúss og innréttingar á 1. og 2. hæð ásamt lyftu og loftræstibúnaði. Á 3. hæð og risi er gengið frá gólfum, útveggjum og hitalögnum. Hver hæð er um 940 ferm. og ris um 320 ferm. eða samtals um 3200 ferm.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024