Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningur um dráttarbát fyrir Grindavíkurhöfn undirritaður á Spáni
Sunnudagur 7. október 2007 kl. 20:01

Samningur um dráttarbát fyrir Grindavíkurhöfn undirritaður á Spáni

Samningur um smíði á dráttarbát fyrir Grindavíkurhöfn var undirritaður í Astilleros Francisco Cardama S.A. skipasmíðastöðinni í Vígo á Spáni 3.oktober 2007.
Þeir sem fóru til Vigo voru Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri, Sigurður Ás Grétarsson frá Siglingastofnun og Agnar Erlingsson frá Navis e.hf skiparáðgjöf í Hafnarfirði.
Báturinn á að vera tilbúinn 15.júní 2008            .
Myndin hér að ofan sýnir Sverri Vilbergsson og Mario Cardama forstjóra skipasmíðastöðvarinnar undirrita samninginn.
Til hliðar standa t.v José Ma.Moreu tæknilegur framkvæmdastjóri og Sigurður Ás Grétarsson frá Siglingastofnun til hægri.
Myndina tók Agnar Erlingsson fyrir grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024