Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningur um 50% afslátt af ferðum fyrir námsmenn
Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 09:20

Samningur um 50% afslátt af ferðum fyrir námsmenn

Reykjanesbær hefur gert samkomulag við SBK,  sem annast almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu, um að SBK bjóði námsmönnum úr Reykjanesbæ, sem stunda nám utan svæðis, 50% afslátt af fargjöldum. 

Miðað við fullt gjald og notkun vagnanna 5 daga vikunnar getur afslátturinn numið um 35 þúsund krónum á mánuði. Fullt fargjald er 850 kr. 
Með þessu tilboði hyggst SBK auka nýtingu vagnanna og Reykjanesbær hyggst koma til móts við nemendur sem eru í skóla utan svæðis. Þeir eiga með þessu kost á að ferðast á milli með hagkvæmum hætti.

Þannig er komið til móts við athugasemdir um alla niðurfellingu ferðastyrkja til einstaklinga sem nema utan svæðis, sem skyldi ganga í gildi n.k. haust.

Nemendum nægir að sýna skólaskírteini til að nýta sér afsláttinn og þurfa ekki að sækja um hann sérstaklega til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar eins og verið hefur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024