Samningar við Varnarliðið á viðkvæmu stigi
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir í samtali við Fréttablaðið í dag að samningar framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli séu á afar viðkvæmu stigi. „Það er ekki af neinni gamansemi sem ég lýsti því yfir að forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn yrði að eiga fund með Bandaríkjaforseta sem allra fyrst.“ Hermönnum á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað og veldur það mörgu Suðurnesjafólki ugg. „Sú bókun sem varðar útfærslu á Keflavíkurstöðinni rann út fyrir rúmu ári síðan og óformlegar viðræður hafa átt sér stað síðan. Ég tel að þetta mál sé á viðkvæmu stigi. Auðvitað viljum við hafa hér loftvarnir en því miður er málinu ekki lokið og ekkert meira hægt að segja,“ sagði Halldór að lokum.
Vf-ljósmynd: Frá æfingum Varnarliðsins.
Vf-ljósmynd: Frá æfingum Varnarliðsins.